Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Er þjer biðjist fyrir, pá segið: Faðir vor.”

    Jesús kennir oss að kalla sinn föður vorn föður. Hann telur sjer ekki vanvirðu að kalla oss bræður. Hebr. 2, 11. Svo fús er Frelsarinn, já, svo heitt þráir hann að bjóða oss velkomna sem meðlimi Guðs fjölskyldu, að hann í fyrstu orðin, sem vjer eigum að nota, er vjer nálgumst Guð, leggur trygginguna fyrir því, að vjer sjeum Guðs ættar; því hann segir: “Faðir vor”.FRN 130.3

    Hjer eru oss gjörð kunn þau dásamlegu sannindi, full upphvatningar og huggunar, að Guð elskar oss, eins og hann elskar son sinn, þetta er og það sem Jesus ljet í ljós í síðustu bæn sinni fyrir lærisveinunum: “Þú hefir . . . . elskað þá, eins og þú hefir elskað mig”. Jóh. 17, 23.FRN 130.4

    Heiminn, sem Satan hefir gjört kröfur til og drotnað yfir með grimmilegri harðstjórn, hefir Guðs sonur vafið kærleiksörmum sínum og sameinað aftur hásæti Jehóva með sinni undraverðu dáð. Kerúbar og Serafar og óteljandi skarar í öllum hinum syndlausu heimum sungu Guði og Lambinu lofsöngva, þegar þessi sigur var vís. Þeir fögnuðu yfir því, að hinu fallna mannkyni var opnuð leið til frelsis, og að jörðin varð keypt undan bölvun syndarinnar. Hversu miklu fremur ættu þeir þá að fagna, sem slíkur kærleikur hefir komið fram við.FRN 131.1

    Hvernig getum vjer nokkurntíma verið í efa eða óvissu, og hvernig getur oss fundist að vjer sjeum föðurlausir? Það var vegna þeirra, er brotið höfðu lögmálið, að Jesús tók á sig mannlegt eðli; hann gjörðist líkur oss, svo að vjer gætum notið eilífs friðar og fullvissu. Vjer eigum talsmann á himnum, og enginn, sem meðtekur hann sem persónulegan frelsara, er látinn eftir munaðarlaus til að bera syndabyrði sína sjálfur.FRN 131.2

    “Þjer elskaðir, nú erum vjer Guðs börn”. “En ef vjer erum börn, þá erum vjer líka erfingjar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists; því að vjer líðum með honum, til þess að vjer einnig verðum vegsamlegir með honum”. “Það er enn þá ekki orðið bert, hvað vjer munum verða; en vjer vitum, að þegar hann birtist, þá munum vjer verða honum líkir, því vjer munum sjá hann eins og hann er”. 1. Jóh. 3, 2; Róm. 8, 17.FRN 131.3

    Allra fyrsta sporið í áttina til Guðs, er að vjer þekkjum og trúum kærleikanum, sem hann hefir á oss (1. Jóh. 4, 16) ; því að það er hinn laðandi og knýjandi máttur kærleika hans, er dregur oss til hans.FRN 131.4

    Þegar vjer komumst til viðurkenningar á kærleika Guðs, kemur það því til vegar með oss, að vjer losnum við sjálfselskuna. Með því að kalla Guð föður vorn, viðurkennum vjer að öll börn hans eru bræður vorir. Hver einstakur af oss er einn hluti hins mikla líffæralíkama mannkynsins, vjer erum allir meðlimir sömu fjölskyldu. Vjer eigum að láta bænir vorar lykja um bræður vora eins og sjálfa oss. Enginn biður á rjettan hátt, ef hann leitar blessunar aðeins fyrir sjálfan sig.FRN 131.5

    Hinn eilífi Guð, sagði Jesús, gefur yður leyfi til að kalla sig föður, þegar þjer gangið fram fyrir hann. Íhugaðu hvað þetta felur í sjer! Enginn jarðneskur faðir eða móðir hefir nokkru sinni talað eins innilega til brotlegs barns síns, eins og hann, sem skapaði yður, talar til yfirtroðslumannsins. Engin manneskja hefir nokkurntíma af kærleiksríkri umhyggjusemi fylgt hinum iðrunarfulla með svo ástúðlegri löðun. Guð dvelur í sjerhverju hreysi; hann heyrir sjerhvert orð, sem talað er, hlustar á sjerhverja bæn, sem send er upp til hans, smakkar þær raunir og vonbrigði, er sjerhver sál mætir, og veitir athygli þeirri meðferð, sem faðir eða móðir, systir, vinur eða kunningi verða fyrir. Hann sjer fyrir þörfum vorum, og kærleikur hans, miskunnsemi og náð streymir stöðugt til að fullnægja þeim.FRN 132.1

    En ef vjer köllum Guð föður vorn, þá viðurkennum vjer, að vjer erum börn hans, og eigum að stjórnast af visku hans og vera honum hlýðnir í öllu, vitandi að elska hans er óumbreytanleg. Vjer munum fallast á fyrirætlanir hans viðvíkjandi lífi voru. Sem Guðs börn munum vjer ávalt hafa það fyrir augum, að Guðs nafn geti vegsamast í öllu; lunderni hans, starf hans og fólk hans verður hið mikilsverðasta áhugamál vort. Það mun vera gleðiefni fyrir oss að geta gjört hversu lítið sem er, honum til dýrðar og meðbræðrum vorum til blessunar.FRN 132.2

    “Sem er á himnum”. Hann, sem Kristur býður oss að líta til sem “föður vors”, er á himnum, alt, sem honum þóknast, það gjörir hann”. Í umsjá hans getum vjer hvílst öruggir og sagt: “Þegar jeg er hræddur, treysti jeg þjer”. Sálm. 115, 3; 56, 4.FRN 132.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents