Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Verið því ekki áhyggjufullir um morgundaginn. . . hverjum degi nægir sín þjáning.”

    Ef þú hefir gefið Guði sjálfan þig til að vinna hans verk, þá þarft þú ekki að vera áhyggjufullur um morgundaginn. Hann, sem þú þjónar, þekkir endirinn frá upphafi. Atvik morgundagsins, sem eru hulin sjónum þínum, eru sýnileg augum hins Almáttka.FRN 126.1

    Þegar vjer leitumst sjálfir við að koma því í verk eða framkvæmd, sem á oss hvílir, og reiðum oss á það, að viska sjálfra vor og dugnaður geti hrundið því áleiðis, þá leggjum vjer á oss byrði, og reynum að bera hana án hjálpar hans. Vjer tökumst ábyrgð á hendur, er heyrir Guði til, og setjum oss í rauninni í hans stað. í slíkum kringumstæðum höfum vjer fulla ástæðu til að vera áhyggjufullir og búast við háskasemdum og tjóni, er þá mun og vissulega koma. En þegar vjer í sannleika trúum því, að Guð elskar oss og hefir í hyggju að gjöra vel við oss, þá munum vjer hætta að bera áhyggjur fyrir framtíðinni. Vjer munum reiða oss á hann eins og barn treystir kærleiksríkum föður eða móður. Þá hverfa erfiðleikar vorir og alt sem kvelur oss; því að vor vilji er uppsvelgdur af Guðs vilja.FRN 126.2

    Kristur hefir ekki gefið oss neitt loforð um hjálp í dag til að bera byrðar morgundagsins. Hann hefir sagt: “Náð mín nægir þjer” (2. Kor. 12, 9); en eins og Manna var gefið á eyðimörkinni, þannig veitist náð hans daglega, sniðin eftir þörfum dagsins. Eins og Ísrael á eyðimerkurferðinni, getum vjer á hverjum morgni fundið vorn daglega forða af himna-brauðinu.FRN 126.3

    Aðeins einn dagur í einu er vor, og þann dag eigum vjer að lifa Guði. Fyrir þennan eina dag verðum vjer að leggja öll áform vor og ráðagjörðir í Krists hönd með heils hugar þjónustu og varpa allri áhyggju vorri og sorg á hann, sem ber umhyggju fyrir oss. “Því að jeg þekki þær fyrirætlanir, sem jeg hefi í hyggju með yður —segir Drottinn — fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð”. Jer. 29, 11. “Fyrir afturhvarf og rósemi skuluð þjer frelsaðir verða; í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar verka”. Jes. 30, 15.FRN 127.1

    Ef þú vilt leita Drottins og á hverjum degi snúa við til hans, ef þú kýst það, að vera glaður og frjáls í Guði, og ef þú kemur til hans með glöðu geði, hlýðir náðarröddu hans og ber ok Krists — ok hlýðni og þjónustu —þá munu allar harmatölur þínar hætta, allir erfiðleikar þínir hverfa, og úr öllum hinum miklu vandamálum, sem þú ert nú riðinn við, leyst verða.FRN 127.2

    Bæn Drottins

    Þjer skuluð því bíðja þannig
    “Faðir vor, þú sem ert á himnum,
    helgist þitt nafn,
    tilkomi þitt riki,
    verði þinn vilji,
    svo á jörðu, sem á himni;
    gef oss í dag vort daglegt brauð;
    og fyrirgef oss vorar skuldir,
    svo sem vjer fyrirgefum vorum skuldunautum;
    og leið oss ekki í freistni,
    heldur frelsa oss frá illu.”
    Því að þitt er rikið,
    mátturinn og dýrðin að eilífu.
    Amen.
    Matt. 6, 9-15.
    FRN 128.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents