Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  “Dað fjell ekki, því að það var grundvallað á bjargi.”

  Ræða Jesú hafði gengið fólkinu mjög til hjarta. Hin guðdómlega fegurð í meginreglum sannleikans heillaði það, og hinar hátíðlegu aðvaranir Krists voru því sem raust þess Guðs, er rannsakar hjörtun. Orð hans höfðu höggvið niður að rótum hinna gömlu skoðana þeirra og hugmynda. Að breyta eftir kenningu hans, mundi vera ómögulegt nema að gagngjör breyting ætti sjer stað, bæði á hugsunarhætti þeirra og breytni. Það mundi verða ágreiningsefni milli þeirra og hinna andlegu kennara þeirra, því að það mundi hafa það í för með sjer, að alt yrði rifið niður, sem lærifeðurnir höfðu bygt á tímum margra kynslóða. Enda þótt orð hans endurómuðu í hjörtum fólksins, voru það þó aðeins fáir, sem voru fúsir að gjöra þau að mælikvarða fyrir líferni og breytni sinni.FRN 177.1

  Jesús lauk kenslu sinni á fjallinu með líkingu, er með skýrum og áhrifamiklum dráttum sýndi fram á það, hversu afaráríðandi það var að breyta eftir þeim orðum, er hann hafði talað. Meðal mannfjöldans, er flyktist kring um Frelsarann, voru margir, sem höfðu alið aldur sinn við Genesaret-vatnið. Er þeir sátu þarna í fjallshlíðinni og hlýddu á orð Krists, blöstu við þeim dældir og sprungur, sem vatnslækirnir, sem komu ofan úr fjöllunum, runnu eftir, niður til sjávar. Á sumrin þornuðu þessir lækir oftast með öllu upp, en eftir sást farvegur þeirra, þur og leirugur. En er vetrarstormarnir æddu um fjöllin, urðu þessir lækir að stórum, beljandi ám, er stundum flæddu yfir dalina með svo miklu afli, að þær rifu alt með sjer, er varð á vegi þeirra. Það kom þá oft fyrir, að kofarnir, sem bændurnir höfðu bygt á grasivöxnum sljettunum, og, að bví er sjeð varð, voru í engri hættu, skoluðust burt. En hátt uppi á fjöllunum voru hús, sem voru bygð á kletti. Í nokkrum hluta landsins voru hús, sem voru eingöngu bygð úr steini, og mörg þeirra höfðu öldum saman boðið ofviðrunum byrginn. Það hafði kostað mikið erfiði og umstang að koma þessum húsum upp. Það var ekki auðvelt að komast að þeim og umhverfið var ekki eins fagurt og niðri á grasivöxnum sljettunum; en þau voru grundvölluð á bjargi, og vatnsflóð og stormar buldu á þeim, án þess að þau sakaði nokkuð. Jesús líkti sjerhverjum, er hafði veitt þeim orðum viðtöku, sem hann hafði talað til þeirra, og gjörði þau að grundvelli lífernis síns og lundernis, við þá, sem höfðu bygt hús sín á bjargi. Nokkrum öldum áður, hafði Jesaja spámaður skrifað: “Orð Guðs vors stendur stöðugt eilíflega”, og er Pjetur, löngu eftir að fjallræðan var haldin, vitnaði í þessi orð Jesaja, bætti hann við: “Og þetta er orð fagnaðarerindisins, er yður hefir verið boðað”. Jes. 40, 8; 1. Pjet. 1, 25. Guðs orð er hið eina örugga í heimi þessum. Það er hinn trausti grundvöllur. “Himinn og jörð munu líða undir lok”, sagði Jesús, “en orð mín munu alls ekki undir lok líða”. Matt. 24, 35.FRN 177.2

  Orð Krists á fjallinu fela í sjer hina miklu meginreglu Guðs lögmáls, já, sjálft eðli Guðs. Sá, sem byggir á þeim, byggir á Kristi, hinum eilífa kletti. Með því að meðtaka orðið, meðtökum vjer Krist, og einungis þeir, sem þannig meðtaka orð hans, byggja á honum. “Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.” 1. Kor. 3, 11. “Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sje ætlað fyrir hólpnum að verða”. Post. 4, 12. Kristur, Orðið, opinberun Guðs, hann, sem er opinberun lundernis hans, lögmáls hans, kærleika hans, lífs hans — er sá eini grundvöllur, er vjer getum bygt það lunderni á, sem fær staðist.FRN 178.1

  Vjer byggjum á Kristi, með því að hlýða orðum hans. Sá, sem einungis hefir rjettlæti, er ekki rjettlátur, heldur sá, sem iðkar rjettlætið. Heilagleikinn er ekki fólginn í algleymings-ástandi; heilagleikinn er afleiðing þess, að gefa sig algjörlega Guði á vald; hann er í því fólginn, að vjer gjörum vilja vors himneska Föður. Þegar Ísraelsmenn voru samankomnir á landamærum fyrirheitna landsins, var þeim það ekki nóg að þekkja til Kanaanlands eða syngja Kanaan söngva. Þetta eitt gat ekki veitt þeim eignarhald á góða landinu með víngörðum þess og olíulundum. Þeir gátu gjört það að rjettri eign sinni með því einu, að fullnægja skilyrðunum, með því að sýna lifandi trú á Guð, með þvi að tileinka sjer loforð hans, um leið og þeir fóru eftir leiðbeiningu hans.FRN 179.1

  Kristindómurinn er fólginn í því, að maður sje orðsins gjörandi — ekki gjörandi til þess að verðskulda með því hylli Guðs, heldur vegna þess, að maður hefir alveg óverðskuldað meðtekið ástgjafir hans. Kristur lætur frelsi mannsins ekki aðeins vera komið undir játningu, heldur trú, sem birtist í rjettlætis-verkum. Það er verk, en ekki orðin tóm, sem Kristur tekur gild af þeim, er feta í fótspor hans. Lundernið byggist upp með fram- kvæmdum. “Allir þeir, sem leiðast af anda Guðs, þeir eru Guðs börn”. Róm. 8, 14. Það eru ekki þeir, hverra hjörtu verða fyrir áhrifum Andans, ekki þeir, sem við og við láta undan þessum áhrifum, heldur þeir, sem leiðast af Andanum, sem eru Guðs börn.FRN 179.2

  Er það ósk þín að fylgja Kristi, en veist ekki, hvernig þú átt að byrja? Ertu í myrkri og veist ekki, hvernig þú átt að finna ljósið? Notaðu það þekkingar-ljós, sem þú hefir. Hlýddu Guðs orði að svo miklu leyti sem þú skilur það. Máttur hans, sjálft líf hans, er í orði hans. Þegar þú tekur við orðinu í trú, þá mun það veita þjer kraft til að hlýðnast því. Þegar þú gengur í því ljósi, er þú hefir, þá mun meira ljós renna upp fyrir þjer. Þú byggir á orði Guðs, og lunderni þitt mun uppbyggjast í líkingu Krists lundernis. Kristur, hinn sanni grundvöllur, er lifandi steinn; og hans líf veitist öllum, er byggja á honum. “Látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús”. Hyrningarsteinninn er Kristur sjálfur. “En hver sú bygging, sem samtengd er á honum, vex svo, að þar verður úr musteri, heilagt fyrir samfjelagið við Drottin”. 1. Pjet. 2, 5; Ef. 2, 20. 21. Steinarnir verða eins og grundvöllurinn, því að sama lífið er í þeim og honum. Þessari byggingu geta engir stormar kollvarpað; því að það, sem hefir hlutdeild í lífinu í Guði, mun ásamt honum lifa alt af.FRN 181.1

  En sjerhver bygging, sem reist er á nokkrum öðrum grundvelli en Guðs orði, mun falla. Sá, sem eins og Gyðingarnir á Krists dögum byggir á grundvelli, sem er samsettur af hugmyndum og skoðunum manna, á venju og helgisiðum, er menn hafa fundið upp, eða á verkum í nokkurri mynd, sem framkvæmd eru án náðar Krists, hann byggir lundernis-byggingu sína á lausum sandi. Freistingaofviðrin munu svifta burt hinum sendna grundvelli og gjöra hús hans að rekaldi á strönd tímans.FRN 181.2

  “Fyrir því segir herrann Drottinn svo: Jeg gjöri rjettinn að mælivað og rjettlætið að mælilóð; og haglhríð skal feykja burt hæli lyginnar og vatnsflóð skola burt skjólinu.” Jes. 28, 16. 17.FRN 182.1

  En enn í dag kallar náðin á syndarann. “Svo sannarlega sem jeg lií' i, segir herrann Drottinn, hefi jeg ekki þóknun á dauða hins óguðlega, heldur að hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi. Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hví viljið þjer deyja, Ísraelsmenn. Esek. 33, 11. Raustin, sem talar til hins iðrunarlausa í dag, er raust hans, sem í angist hjartans hrópaði, er hann horfði yfir borgina, sem hann elskaði: “Jerusalem, Jerusalem! Þú sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín, hversu oft hefi jeg viljað samansafna börnum þínum, eins og hæna ungum sinum undir vaengi sjer, — en þjer hafið eigi viljað það. Sjá, hús yðar skal yður eftir skilið verða.” Lúk. 34. 35. Jesús sá, að Jerusalem var ímynd heimsins, er hafði hafnað og fyrirlitið náð hans. Hann grjet — ó þú þrjóska hjarta, hann grjet vegna þín! Jafnvel þegar Jesús táraðist á fjallinu, hefði Jerusalem enn haft tíma til að snúa sjer og umflýja dóm sinn; stutta stund enn beið gjöf himinsins eftir því að verða þegin. Á sama hátt talar og Jesús enn til þín með innilegum kærleika: “Sjá, jeg stend við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun jeg fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mjer.” “Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð, sjá, nú er hjálpræðis dagur”. Op. 3, 20; 2. Kor. 6, 2.FRN 182.2

  Þú sem byggir von þína á sjálfum þjer, þú byggir á sandi. En það er enn ekki orðið of seint að umflýja hina yfirvofandi eyðileggingu. Flýðu á hinn trausta grund- völl, áður en ofviðrið skellur á! Svo segir “herrann Drottinn: Sjá, jeg legg undirstöðustein á Zíon, traustan stein, óbifanlegan, ágætan hornstein; sá sem trúir, er eigi óðlátur.” “Snúið yður til mín og látið frelsast, þjer gjörvöll endimörk jarðarinnar, því að jeg er Guð og enginn annar.” Jes. 28, 16; 45, 22. “ Óttast þú eigi, því að jeg er með þjer; lát eigi hugfallast, því að jeg er þinn Guð; jeg styrki þig og hjálpa þjer, og styð þig með hægri hendi rjettlætis míns.” “Þjer skuluð eigi verða til skammar nje til háðungar að eilífu.” Jes. 41, 10; 45, 17.FRN 182.3

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents