Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Elskið óvini yðar.”

    Kenning Frelsarans: “Þjer skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum”, var hörð ræða fyrir hina hefnigjörnu Gyðinga, og þeir mögluðu yfir henni innbyrðis.FRN 94.2

    En nú kom Jesús með enn strangari ummæli:FRN 94.3

    ,“Þjer hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En jeg segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður, til þess að þjer sjeuð synir föður yðar, sem er á himnum”. Þannig var andinn í þeim lögum, sem lærifeðurnir höfðu rangfært svo að þeir gjörðu þau að köldum og ströngum ákvæðum. Þeir álitu sjálfa sig betri en aðra menn, og þeir hjeldu, að vegna þess að þeir væru fæddir Ísraelsmenn, ættu þeir heimtingu á sjerstakri velþóknun Guðs; en Jesús benti þeim á kær- leiksríkt hjarta sem fúst er til að fyrirgefa, og skyldi það sýna að þeir stjórnuðust af æðri hvötum en tollheimtumennirnir og syndararnir sem þeir fyrirlitu.FRN 94.4

    Hann benti tilheyrendum sínum á stjórnánda alheimsins undir hinu nýja nafni “faðir vor”. Hann vildi að þeir skyldu skilja hversu innilega Guð elskaði þá; hann kendi að Guð bæri umhyggju fyrir sjerhverri týndri sál, og að “eins og faðirinn sýnir miskunn börnum sínum, eins sýnir Drottinn miskunn þeim, er óttast hann”. Sálm. 103, 13. Engin trúarbrögð nema trúarbrögð Biblíunnar, hafa nokkru sinni haldið fram slíkum hugmyndum um Guð. Heiðindómurinn kennir mönnunum að skoða hina æðstu veru eins og eitthvað sem þeir eiga að vera hræddir við, í stað þess að elska — skoða hann sem illviljaðan Guð, hvers reiði verður að sefa með fórnum, en ekki sem föður, er úthellir kærleiksgjöfum sínum yfir börn sín. Jafnvel Ísrael var orðinn svo blindur gagnvart hinum dýrlegu kenningum spámannanna um Guð, að þessi opinberun föðurelsku hans var eins og nýtt efni, ný gjöf heiminum til handa.FRN 95.1

    Gyðingarnir hjeldu því fram, að Guð elskaði þá, sem þjóna honum — samkvæmt þeirra áliti þá, sem uppfyltu kröfur lærifeðranna — en allur hinn hluti mannkynsins væri undir reiði hans og bölvun. En Jesús kendi að þessu væri ekki þannig varið, hann kendi, að allir, bæði vondir og góðir væru umluktir kærleiksgeislum hans. Þennan sannleika hefðu þeir átt að geta lært af náttúrunni; því að Guð “lætur sína sól renna upp yfir vonda og góða, rigna yfir rjettláta og rangláta”. Það er ekki fyrir kraft er sje í jörðunni sjálfri. að hún framleiðir ár eftir ár auðæfi sín og heldur áfram göngu sinni kring um sólina. Guð stjórnar himinhnöttunum og heldur þeim í hinu rjetta horfi á hinni ákveðnu braut þeirra um himingeiminn. Það er fyrir mátt hans að sumar og vetur, sáning og uppskera, dagur og nótt fylgir föstum reglum. Það er fyrir mátt hans að grös og jurtir vaxa, að trjen skjóta út frjóvöngum og blómjurtir bera blóm. Alt hið góða, sem oss fellur í skaut, sjerhver sólargeisli, sjerhver regnskúr, sjerhver brauðbiti, sjerhvert augnablik tímans, er kærleiksgjöf.FRN 95.2

    Meðan vjer enn höfðum óástúðlegt og óhæfilegt lunderni, vorum “andstyggilegir, hatandi hver annan”, hafði vor himnesi Faðir meðaumkun með oss. “En er gæska Guðs Frelsara vors og mannelska birtist, þá frelsaði hann oss; ekki vegna rjettlætisverkanna, sem vjer höfðum unnið, heldur samkvæmt miskunn sinni”. Tít. 3, 3—5. Ef vjer veitum kærleika hans viðtöku, þá mun hann gjöra oss vingjarnlega og milda, ekki einungis við þá, sem eru oss geðfeldir, heldur og við hina breisku, hina villuráfandi og stórsyndara.FRN 96.1

    Guðs börn eru þeir, sem eru hluttakandi í eðli hans. Það er ekki veraldleg tign eða jarðnesk ættgöfgi, þjóðerni eða trúarbragðalegir yfirburðir, sem sýna það, hvort vjer erum meðlimir hinnar himnesku fjölskyldu. Skírteinið er kærleikur — kærleikur, sem nær til alls mannkynsins. Jafnvel syndarar láta góðvild annara manna hafa áhrif á sig, svo framarlega sem hjarta þeirra er ekki harðlokað fyrir áhrifum Guðs anda. Á meðan þeir gjalda ef til vill hatur með hatri, munu þeir einnig gjalda kærleika með kærleika. En það er einungis Guðs andi, sem launar hatur með kærleika. Að auðsýna góðvild hinum vondu og vanþakklátu, að gjöra gott án þess að vænta nokkurs í staðinn: þetta er hið himneska konungsmerki, hið áreiðanlegasta auðkenni, sem börn hins Hæsta opinbera hina miklu tign sína með.FRN 96.2