Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Capitol 4.—Rjettur tilgangur þjónustu

    “Gœtið yðar, að fremja ekki rjettlœti yðar fyrir
    mönnunum, til þess að verða sjeðir af þeim.”

    Orð Krists á fjallinu voru yfirlýsing um það, sama, sem hafði verið hin óskráða kenning lífernis hans, en sem fólkið hafði ekki skilið. Þeim var það óskiljanlegt, hvers vegna hann, sem hafði svo mikið vald, notaði það ekki til þess að höndla það, sem að þeirra áliti voru hin æðstu gæði. Sá andi og þær hvatir, sem þeir stjórnuðust af, og þær aðferðir, sem þeir höfðu, var alt gjörólíkt hans. Þótt þeir ljetu það líta svo út, að þeir væru mjög vandlátir hvað áhrærir heiður lögmálsins, þá var það í rauninni tilgangur viðleitni þeirra, að upphefja sjálfa sig; og Kristur vildi gjöra þeim það ljóst, að sá, sem er sjálfselskufullur, er yfirtroðslumaður lögmálsins.FRN 101.1

    En þær meginreglur, sem Farísearnir aðhyltust, eru hinar sömu og hafa auðkent mannkynið á öllum tímum. Andi Faríseanna er andi manneðlisins, og eins og Frelsarinn sýndi fram á mismuninn á anda sínum og breytni annars vegar, og anda og breytni lærifeðranna hins vegar, þannig á það og við mennina á öllum tímum.FRN 101.2

    Á dögum Krists leituðust Farísearnir sífelt við að ávinna sjer velþóknun á himnum, til þess að tryggja sjer með því veraldlegan heiður og velgengni, er þeir töldu vera laun dygðanna. Um leið gjörðu þeir góðverk sín í manna augsýn, til þess að vekja eftirtekt manna á sjer og fá orð á sig fyrir heilagleika.FRN 101.3

    Jesús ávítaði fyrir þetta að vilja sýnast fyrir mönnum og sagði, að Guð tæki ekki slíka þjónustu gilda. Hann sagði, að hrós og aðdáun fólksins, sem þeir sóttust svo mikið eftir, væru einu launin, sem þeir mundu nokkurntíma fá.FRN 102.1

    “Þegar þú því gefur ölmusu”, sagði hann, “þá viti vinstri hönd þín ekki hvað hægri hönd þín gjörir, til þess að ölmusa þín sje í leyndum, og faðir þinn, sem sjer í leyndum, mun endurgjalda þjer opinberlega”.FRN 102.2

    Með þessu kennir Kristur ekki, að góðverkum skuli altaf haldið leyndum. Páll postuli, sem ritaði knúður af Heilögum anda, þagði ekki yfir sjálfsafneitun og velgjörðasemi hinna kristnu í Mekedóníu, heldur sagði frá þeirri náð, sem Kristur hafði komið til vegar hjá þeim, og fyrir það fyltust aðrir sama anda. Og í brjefi sínu til safnaðarins í Korintuborg, sagði hann: “Áhugi yðar hefir verið hvöt fyrir fjölda marga”. 2. Kor. 9, 2. Kristur gjörði skiljanlega sjálfa meininguna í orðum sínum: Þegar maður gjörir góðverk, á tilgangurinn ekki að vera sá, að ávinna sjer hrós og heiður manna. Sannur guðsótti er aldrei hvötin hjá þeim, sem vilja sýnast fyrir mönnum. Þeir sem sækjast eftir hrósi og skjallyrðum og taka fegins hendi við þeim, eru kristnir aðeins að nafninu til.FRN 102.3

    Þeir, sem feta í fótspor Krists, eiga ekki að heiðra sjálfa sig með góðverkum sínum, heldur hann, fyrir hvers náð og kraft þeir hafa gjört hið góða. Sjerhvert góðverk er framkvæmt fyrir aðstoð Heilags anda, og Andinn er ekki gjarn á að gefa viðtakandanum dýrðina, heldur gjafaranum. Þegar ljós Krists skin í sálunni, mun munnurinn vera fullur lofgjörðar og þakklætis til Guðs. Bænir þínar, framkvæmd skylduverk þín, góðgjörðasemi þín og sjálfsafneitun, mun ekki vera umhugsunareða umtalsefni þitt. Jesús mun verða veg- samaður. Maðurinn dregur sjálfan sig í hlje, og Kristur verður sá, sem er alt í öllu.FRN 102.4

    Þegar vjer gefum, á það að vera gjört í einlægni, ekki til þess að láta aðra sjá góðverk vor, heldur af meðaumkun og kærleika til þeirra, sem bágt eiga. Hinn hreini tilgangur, sönn góðvild hjartans, er sú hvöt, sem Drottinn hefir mætur á. Sú sál, sem er hræsnislaus í kærleika sínum og heils hugar í auðsveipni sinni, er í Guðs augum dýrmætari en Ófír-gull.FRN 103.1

    Vjer megum ekki hugsa um endurgjald, heldur um það, að gjöra gott. Samt sem áður munu þau góðverk, sem gjörð eru í hinum rjetta tilgangi, ekki látin ólaunuð. “Faðir þinn, sem sjer í leyndum, mun endurgjalda þjer opinberlega”. Þótt svo sje, að Guð sjálfur er hið mikla endurgjald, sem alt annað er fólgið í, þá getur sálin meðtekið og glaðst í honum, einungis þegar hún er orðin honum lík. Einungis þeir sem líkir eru geta metið hvor annan. Það er þegar vjer gefum Guði sjálfa oss mönnunum til þjónustu, að hann gefur oss sjálfan sig. Enginn getur haft opið hjarta fyrir kærleiksstraumum Guðs, er streyma út til annara án þess að hljóta sjálfur ríkule” laun. Fjallshlíðarnar og sljetturnar, sem láta í tje farveg fyrir vatnsstraumana, sem koma ofan úr fjöllunum og leita til sjávar, líða engan halla við það. Það sem þær leggja af mörkum, fá þær endurgoldið hundraðfalt; því að lækurinn sem heldur suðandi leið sína, skilur eftir gjafir sínar um leið, fólgnar í miklum vexti og frjósemi. Grasið á lækjarbökkunum er grænna, trjen eru laufríkari, og blómaskrúðið meira. Þegar jörðin yfirleitt er sviðin og brún eftir sumarhitann, þá bera árog lækjarbakkarnir mjög af öðrum stöðum, vegna hins græna og ríkulega jurtagróðurs, og sljettlendið, sem opnar skaut sitt og ber vatnsmagnið ofan frá fjöllunum og niður til sjávarins, klæðist iðgrænum fegurðarskrúða. — Þetta er vitnisburður um það endurgjald, sem Guðs náð veitir sjerhverjum, sem vill láta nota sig sem leiðslu, er náð Guðs getur streymt eftir til mannanna.FRN 103.2

    Þetta er blessunin öllum þeim til handa, sem sýna hinum snauðu miskunnsemi. Jesaja spámaður segir: “Það er, að þú miðlir hinum hungruðu af brauði þínu, hýsir bágstadda, hælislausa menn, — ef þú sjer klæðlausan mann, að þú þá klæðir hann og firrist eigi þann, sem er hold þitt og blóð. Þá skal ljós þitt bruna fram sem morgunroði og sár þitt gróa bráðlega; þá mun rjettlæti þitt fara fyrir þjer, dýrð Drottins fylgja á eftir þjer . . . . þá mun Drottinn stöðugt leiða þig og seðja þig, þótt þú sjert staddur á vatnslausum stöðum, og styrkja þín bein, og þá munt þú verða sem vökvaður aldingarður og uppsprettulind, er aldrei þrýtur”. Jes. 58, 7—11.FRN 105.1

    Góðgjörðasemin verður endurgoldin með tvöfaldri blessun. Sá, sem gefur hinum bágstöddu og verður þannig öðrum til blessunar, verður sjálfur aðnjótandi enn meiri blessunar. Náð Krists í hjartanu þroskar lyndiseinkunn, sem er gagnstæð eigingirni — hugarfar, sem mun hreinsa, göfga og auðga lífið. Góðverk í sjerhverri mynd, sem gjörð eru í kyrþei, munu binda hjörtu saman og draga þau nær hjarta hans, sem allar góðar hvatir hafa uppruna sinn hjá. Smávegis hugulsemi, smávegis greiðvikni og hjálpsemi, sem sprottin er af kærleika og sjálfsafneitun, og’ sem kemur eins hljóðlega og ilmurinn frá blóminu — þetta er ekki lítill hluti af blessun og gleði lífsins. Og að lokum mun það koma í ljós, að sjálfsafneitun er kemur af tilliti til gleði og velferðar annara, í hversu lítilfjörlegu sem er, og hversu lítils sem það kann að vera metið hjer, mun á himnum verða skoðað sem merki um sambandið við konung dýrðarinnar, er var ríkur, en gjörðist fátækur vor vegna.FRN 105.2

    Hið góða, sem öðrum hefir verið auðsýnt, hefir ef til vill verið gjört í kyrþei, en afleiðingarnar — áhrifin sem það hefir á lundernið og ytri framkomu, geta ekki dulist. Ef vjer höfum ódeildan áhuga sem eftirmenn Krists, þá mun hjartað vera nákvæmlega samhljóða Guði, og Guðs andi, sem verkar á vorn anda, mun koma til vegar hinu heilaga samræmi í sálunni, sem er afleiðing þess, að hið guðdómlega hefir snert oss.FRN 106.1

    Hann, sem bætir við talentur þeirra, er hafa farið vel og skynsamlega með þær gjafir, sem þeim hefir verið trúað fyrir, hefir unun af því að viðurkenna þá þjónustu, sem er int af hendi af hinum trúuðu í Kristi, fyrir hvers náð og kraft þeir hafa getað komið hinu góða í framkvæmd.FRN 106.2

    Þeir sem hafa leitast við að ná þroska og fullkomnun kristilegs lundernis, með því að nota hæfileika sína til þess, sem gott er, munu í öðrum heimi skera upp, það sem þeir hafa sáð. Það verk, sem hefir verið byrjað hjer á jörðunni, mun ná fullkomnun í æðra og helgara lífi, er mun vera ævarandi.FRN 106.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents