Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Gef oss í dag vort daglegt brauð.”

    Fyrri hluti þeirrar bænar, sem Jesús kendi oss, áhrærir Guðs nafn, Guðs ríki og Guðs vilja. Þar er beðið um, að hans nafn megi verða vegsamlegt, ríki hans stofnsett og vilji hans framkvæmdur. Eftir að hafa þannig matið þjónustuna fyrir Guð mest af öllu, getur þú með öruggu trausti beðið um það, sem þú sjálfur þarfnast. Ef þú hefir losað þig við sjálfselskuna, og gefið þig Kristi á vald, þá ert þú meðlimur Guðs fjölskyldu, og alt, sem er í húsi Föðurins, er handa þjer. Þú hefir frjálsan aðgang að öllum fjársjóðum Guðs, bæði í þessum heimi, sem nú er og hinum komandi. Þjónusta englanna, gjöf Andans og starfsemi þjóna hans — þetta er alt saman handa þjer. Heimurinn og alt, sem í honum er, heyrir þjer til, að svo miklu leyti sem þjer er það gagnlegt. Jafnvel óvinátta hinna óguðlegu, mun verða þjer til blessunar og stuðla að uppeldi þínu fyrir himininn. “Alt er yðar”, ef “þjer eruð Krists”. 1. Kor. 3, 22. 23.FRN 137.3

    En þú ert eins og barn, sem ekki hefir enn fengið umráð yfir arfi sínum. Guð trúir þjer ekki fyrir hinni dýrmætu eign, svo að Satan ekki tæli þig með slægð sinni, eins og hann tældi hina fyrstu menn í Eden. Kristur geymir hana fyrir þig, þar sem spellvirkinn getur ekki náð til hennar. Eins og barnið munt þú ávalt fá það, sem þú þarfnast dag frá degi. Á hverjum degi verður þú að biðja: “Gef oss í dag vort daglegt brauð”. Lát það ekki verða þjer áhyggjuefni, þótt ‘pú hafir ekki nóg þangað til á morgun. Þú hefir hans óbrigðula loforð um, að fyrir öllum þörfum þínum verði sjeð. Davíð segir: “Ungur var jeg og gamall er jeg orðinn, en aldrei sá jeg rjettlátan mann yfirgefinn, nje niðja hans biðja sjer matar”. Sálm. 37, 25. Sá Guð, sem sendi hrafna með fæðu handa Elía við lækinn Krít, mun ekki láta eitt einasta af hinum trúu, fórnfúsu börnum sínum afskiftalaust. Um þann sem framgengur í hreinskilni er ritað: “Brauðið skal verða fært honum, og vatnið handa honum skal eigi þverra”. “Á vondum tímum verða þeir eigi til skammar, á hallæristímunum hljóta þeir saðning”. “Hann, sem eigi þyrmdi sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann eigi líka gefa oss allt með honum?“. Jes. 33, 16; Sálm. 37, 19; Róm. 8, 32. Hann, sem annaðist móður sína, er var ekkja, ljetti byrðar hennar og áhyggjur og hjálpaði henni með að sjá fyrir nauðsynjum fjölskyldunnar í Nazaret, hefir meðaumkun með sjerhverri móður í baráttu hennar við að útvega fæðu handa börnum sínum. Hann, sem kendi í brjósti um mannfjöldann. af því að þeir voru “hrjáðir og tvístraðir” (Matt. 9, 36.), kennir enn í brjósti um hina nauðstöddu. Hönd hans er útrjett þeim til blessunar, og í bæninni, sem hann kendi lærisveinum sínum, kennir hann oss, að minnast hinna bágstöddu.FRN 138.1

    Ef vjer biðjum: “Gef oss í dag vort daglegt brauð”, þá biðjum vjer ekki einungis fyrir sjálfum oss, heldur og fyrir öðrum, og vjer viðurkennum, að það sem Guð gefur oss, er ekki handa oss einum. Hann trúir oss fyrir því, svo að vjer getum mettað hina hungruðu. í gæsku sinni hefir hann sjeð fyrir hinum bágstöddu (Sálm. 68, 11.), og hann segir: “Þegar þú heldur miðdegisverð eða kvöldverð, bjóð þú þá hvorki vinum þínum nje bræðrum þínum nje ættingjum þínum, ekki heldur ríkum nágrönnum þínum . . . . En þegar þú gjörir heimboð, þá bjóð þú fátækum, vanheilum, höltum og blindum; og þá munt þú verða sæll, því að þeir hafa ekkert að endurgjalda þjer með; en þjer mun verða endurgoldið það í upprisu hinna rjettlátu”. Lúk. 14, 12—14.FRN 139.1

    “Guð er þess megnugur að láta alla náð hlotnast yður ríkulega, til þess að þjer í öllu og ávalt hafið alt, sem þjer þarfnist, og hafið gnægð til sjerhvers góðs verks”. “Sá sem sáir sparlega, mun og sparlega uppskera, og sá sem sáir með blessunum, mun og með blessunum uppskera”. 2. Kor. 9, 8. 6.FRN 139.2

    Bænin um daglegt brauð á ekki einungis við líkamlega fæðu, heldur og hina andlegu fæðu, er mun veita sálunni næringu til eilífs lífs. Jesús segir: “Aflið yður eigi þeirrar fæðu, sem eyðist, heldur þeirrar fæðu, sem varir til eilífs lífs”. “Jeg er hið lifandi brauð, sem kom niður af himni; ef nokkur etur af þessu brauði, mun hann lifa til eilífðar”. Jóh. 6, 27. 51. Frelsari vor er brauð lífsins, og það er með því að íhuga kærleika hans og veita honum viðtöku í sálina, að vjer neytum þess brauðs, sem kom niður af himnum.FRN 139.3

    Vjer meðtökum Krist fyrir orð hans, og Heilagur andi veitist til að ljúka upp hugskotinu, svo að vjer skiljum Guðs orð, og sannleikur þess komist inn í hjörtu vor. Á hverjum degi eigum vjer að biðja Guð um, að hann sendi Anda sinn, þegar vjer lesum hans orð, til að sýna oss sannleikann, er mun veita sálum vorum þann styrk, sem vjer þurfum með til dagsins.FRN 141.1

    Þegar Guð kennir oss að biðja á hverjum degi um þarfir vorar, bæði af tímanlegri og andlegri blessun, þá hefir hann tilgang með því sem oss er fyrir bestu. Hann vill koma oss í skilning um það, hversu vjer þurfum hans stöðugu umönnunar með; því að hann óskar að draga oss inn í samfjelag sitt. í samfjelaginu við Krist munu hungraðar sálir mettast fyrir bæn og rannsókn á hinum dýrmætu sannindum í orði hans, og þorsta vorum mun verða svalað við uppsprettu lífsins.FRN 141.2