Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  “Djer eruð salt jarðar.”

  Saltið er þýðingarmikið vegna þess hæfileika sem það hefir til að verja skemdum, og þegar Guð kallar börn sín salt, þá vill hann kenna þeim að skilja það, að tilgangur hans með því að láta þau verða aðnjótandi náðar sinnar, er sá, að þau verði verkfæri öðrum til frelsunar. Þegar Guð valdi sjer sjerstaka þjóð í heiminum, þá gjörði hann það ekki í þeim tilgangi einum að gjöra þetta fólk að sonum sínum og dætrum, heldur ætlaðist hann og til þess að heimurinn hlyti náð til frelsunar fyrir það. Tít. 2, 11. Þegar Guð útvaldi Abraham, þá gjörði hann það ekki einungis til þess, að hann skyldi verða sjerstakur Guðs vinur, heldur og til þess, að hann skyldi vera meðalgangari hinna sjerstöku forrjettinda, sem Drottinn vildi veita þjóðunum. í síðustu bæn sinni fyrir krossfestinguna, sagði Jesús: “Þeim til heilla helga jeg sjálfan mig, til þess að þeir einnig skuli í sannleika vera helgaðir.” Jóh. 17, 19. Þannig munu og hinir kristnu, sem eru orðnir hreinsaðir með sannleikanum hafa frelsandi eiginleika, sem vernda heiminn frá algjörðri siðspillingu. Saltið verður að sameinast því, sem það er látið í; það verður að þrengja sjer í gegn um það, til þess að geta varið skemdum. Þannig er það og fyrir persónulega umgengni og kynni, að mennirnir verða fyrir áhrifum af frelsunarkrafti fagnaðarerindisins. Mennirnir frelsast ekki í hópum, heldur frelsast hver einstakur út af fyrir sig. Persónuleg áhrif eru kraftur. Vjer verðum að komast í kynni við þá, sem vjer ætlum að hjálpa.FRN 55.1

  Kraftur saltsins á að gefa css hugmynd um hinn lifandi kraft hins kristna — kærleika Jesú í hjartanu, rjettlæti Krists, sem gagntekur lífernið. Kærleikur Krists verður ekki birgður inni, hann getur ekki verið aðgjörðalaus. Ef hann er í oss, þá mun hann streyma út til annara. Vjer munum komast í náin kynni við þá, og hjörtu þeirra munu vermast af hinum óeigingjarna kærleika og áhuga vorum fyrir þeim. Frá hinum sanntrúaða út gengur lifandi kraftur, sem gagntekur og veitir nýtt siðferðisþrek þeim sálum, sem hann starfar fyrir. Það er ekki mannsins eigin kraftur, sem kemur til vegar breytingunni, heldur er það kraftur Heilags anda.FRN 56.1

  Jesús bætti þessari alvarlegu aðvörun við: “En ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það? Það er þá til einskis framar nýtt, heldur er því kastað út og það fótum troðið af mönnum.”FRN 57.1

  Meðan fólkið hlustaði á Krist tala þessi orð, gat það sjeð hvernig saltið lá hjer og þar, því hafði verið kastað út vegna þess að það hafði mist kraft sinn og var því ónýtt. Þetta var mjög vel viðeigandi lýsing á ástandi Faríseanna og þeim áhrifum sem trú þeirra hafði á þjóðina. Það er lýsing á lífi hvers þess manns, sem hefir mist kraft Guðs náðar, og er orðinn kaldur og lifir án Krists. Hvaða játningu sem slíkur maður kann að gjöra, þá verður hann þó af englum og mönnum álitinn án andlegs verðmætis og kraftlaus. Það er við slíka sem Kristur segir: “Betur að þú værir annaðhvort kaldur eða heitur. En eins og þú ert nú, hálfvolgur; hvorki heitur nje kaldur, mun jeg skyrpa þjer út af munni mínum”. Op. 3, 15. 16.FRN 57.2

  Án lifandi trúar á Krist sem persónulegan frelsara er ómögulegt að hafa góð áhrif í vantrúarfullum heimi. Vjer getum ekki miðlað öðrum því, sem vjer eigum ekki sjálfir. Þau áhrif, sem vjer höfum öðrum til blessunar og uppbyggingar eru í hlutfalli við hlýðni og auðsveipni vora við Krist. Sje engin framkvæmdasöm þjónusta, enginn sannur kærleikur, engin veruleg reynsla, þá er heldur enginn kraftur til að hjálpa, ekkert samfjelag við himininn, enginn ilmur Krists í líferninu. Ef Heilagur andi getur ekki notað oss til þess að sýna mönnunum sannleikann, eins og hann er í Jesú, þá erum vjer líkir saltinu, sem hefir dofnað og er alveg ónýtt. Fyrir vöntun vora á náð Krists, berum vjer þann vitnisburð frammi fyrir heiminum, að sannleikurinn, sem vjerjátum að trúa, hafi ekki í sjer neinn helgandi kraft, og svo langt sem áhrif vor ná, gjörum vjer Guðs orð að engu. “Þótt jeg talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði jeg hljómandi málmur og hvellandi bjalla, og þótt jeg hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt jeg hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri jeg ekki neitt. Og þótt jeg deildi út öllum eigum mínum, og þótt jeg framseldi líkama minn, til þess að jeg yrði brendur, en hefði ekki kærleika, væri jeg engu bættari”. 1. Kor. 13, 1—3.FRN 57.3

  Þegar kærleikur Krists fyllir hjartað, mun hann streyma út til annara, ekki sem laun fyrir neitt, er maður hefir gjört, heldur vegna þess að kærleikurinn er hvöt athafnanna. Kærleikurinn mótar lundernið, stjórnar áhrifunum, útrýmir óvildinni og göfgar tilfinningarnar. Þessi kærleikur er eins víðfeðminn og alheimurinn og er samhljóða þeim kærleika, sem hinir þjónustubundnu englar hafa. Þegar hann er í hjartanu, gjörir hann lífið ljett og breiðir blessun út til allra, sem vjer umgöngumst. Það er þetta, og ekkert annað en þetta, sem getur gjört oss að salti jarðarinnar.FRN 58.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents