Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    “Alt, sem þjer því viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þjer og þeim gjöra.”

    Með fullyrðingu um kærleika Guðs til vor, býður Jesus kærleika til náungans sem hina miklu meginreglu, er nær út yfir alt innbyrðissamband manna á meðal.FRN 162.3

    Hugsanir Gyðinganna höfðu snúist um það, hvað þeir gætu fengið. Það, sem þeim fanst þýðingarmest var, að tryggja sjer það vald, álit og þjónustu frá annara hendi, sem þeir álitu að þeir hefðu rjett til. En Kristur kennir, að það sem vjer eigum að hugsa mest um er ekki þetta: Hversu mikið á jeg að fá? heldur: Hversu mikið get jeg gefið? Það, sem vjer álítum skyldu annara gagnvart oss, er einnig skylda vor gagnvart öðrum.FRN 162.4

    Í samfjelagi þínu við aðra átt þú að setja þig í þeirra spor. Settu þig inn í tilfinningar þeirra, erfiðleika þeirra og vonbrigði, sorgir þeirra og gleði. Sameinaðu þig þeim og vertu við þá, eins og þú vilt að þeir sjeu við þig. Þetta er hin sanna regla ráðvendninnar. Þetta er með öðrum orðum það Iögmál, er býður: “Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig”. Þetta erkjarni kenninga spámannanna. Það er himnesk meginregla, er sjerhver sá mun læra, sem að lokum verður hæfur til að dvelja meðal íbúa himinsins.FRN 163.1

    Hin gullvæga regla er grundvöllur sannrar kurteysi, og í lífi Jesú og lunderni birtist hún fullkomlega. Ó, hversu þeir geislar voru hlýir og fagrir, er stöfuðu af Frelsara vorum í daglegu lífi hans! Hvílík unun það var, þó ekki væri nema aðeins að vera í návist hans. Þetta sama mun koma í ljós hjá börnum hans. Þeir, sem Kristur býr hjá, munu vera umluktir himnesku andrúmslofti. Hin hvítu klæði hreinleika þeirra munu bera ilm frá blómagarði Drottins. Ljós hans mun skína af andlitum þeirra og lýsa veginn fyrir hina hrösulu og þreyttu fætur.FRN 163.2

    Enginn, sem hefir rjettan skilning á því, í hverju fullkomið lunderni er fólgið, mun láta hjá líða að sýna kristilega meðaumkun og nærgætni. Áhrif náðarinnar sýna sig í því, að hún mýkir hjartað, hreinsar og göfgar tilfinningarnar og kemur inn hjá hlutaðeiganda himneskum fínleik og smekk fyrir öllu velsæmi.FRN 163.3

    En hin gullvæga regla ristir enn dýpra. Sjerhver, sem gjörður hefir verið að ráðsmanni yfir hinum margvíslegu náðargjöfum Guðs, fær áskorun um að miðla þeim sálum, sem eru í vanþekkingar-myrkri því, sem hann vildi að þær miðluðu sjer, ef hann væri í þeirra sporum. Páll postuli sagði: “Jeg er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa”. Róm. 1, 14. Alt það, sem þú hefir meðtekið af ríkdómi náðargjafa hans fram yfir villuráfandi og spilta sál, ert þú skyldur að miðla slíkri sálu.FRN 164.1

    Á sama hátt er því varið með tímanlegar gjafir og tímanlega blessun. Alt, sem þú hefir fram yfir það, sem meðbræður þínir hafa, gjörir þig hlutfallslega við það að skuldunaut allra þeirra, sem ver eru stæðir en þú. Ef vjer eigum auðæ’fi eða ef vjer höfum þó ekki sje nema það sem kallað er: þægindi lífsins, þá er það heilög skylda vor að sjá um þá, sem eru veikir eða bágstaddir á annan hátt, sjá um ekkjur og munaðarleysingja, einmitt eins og vjer mundum vilja að þeir sæju um oss, ef vjer værum í þeirra sporum og þeir í vorum.FRN 164.2

    Hin gullvæga regla kennir oss óbeinlínis hið sama og vjer sjáum að haldið er fram á öðrum stað í fjallræðunni, sem sje þetta, að “með sama mæli og bjer mælið öðrum, mun yður aftur mælt verða”. Það, sem vjer gjörum öðrum, hvort sem það er ilt eða gott, mun vissulega hitta oss aftur, sem blessun eða bölvun. Það sem vjer látum úti, fáum vjer aftur. Hin tímanlegu gæði, sem vjer miðlum öðrum, getum vjer fengið og munum oft fá aftur í sömu mynt. Það, sem vjer gefum, munum vjer á neyðartímum oft fá ferfalt aftur í mynt landsins. En þar að auki verða allar gjafir endurgoldnar jafnvel hjer í lífi með meiri fyllingu hins guðlega kærleika, sem er meginþáttur allrar dýrðar himinsins og allra fjársjóða hans.. Hið vonda verður einnig endurgoldið. Hver, sem hefir haft það fyrir stafni, að setja út á aðra eða gjöra öðrum gramt í geði, mun sjálfur mæta því sama; hann mun sjálfur komast í hinar sömu kringumstæður og hann hefir komið öðrum í. Hann mun fá að finna hvað þeir hafa orðið að líða fyrir samúðarleysi hans og ónærgætni.FRN 165.1

    Það er Guð, sem af elsku sinni til vor hefir hagað þessu svona til. Hann vill koma oss til að hafa andstygð á harðúð hjartna vorra, koma oss til að opna hjörtu vor, svo að Jesús geti búið í þeim. Á þennan hátt snýst hið illa til góðs, og það, sem sýnist vera bölvun, verður að blessun.FRN 165.2

    Hin gullvæga regla er hinum kristnu föst regla; að setja kröfurnar nokkuð lægri, það er að svíkja sjálfan sig. Þau trúarbrögð, sem koma einhverjum til þess að álíta að þær manneskjur sjeu lítils virði, sem Kristur hefir virt svo hátt, að hann gaf sjálfan sig út fyrir þær, eða sem koma nokkrum til þess að sýna skeytingarleysi gagnvart mannlegri neyð og þjáningum eða gagnvart rjetti raanna, eru fölsk trúarbrögð. Með því að sýna vanrækslu í því, sem fátæklingar, bágstaddir og syndarar eiga heimtingu á, sýnum vjer Kristi ótrúmensku. Það er af því, að menn taka sjer nafn Krists, en afneita lunderni hans, að kristindómurinn hefir svo lítinn kraft í heiminum. Vegna þessa verður nafn Drottins fyrir vansæmd.FRN 165.3

    Vjer lesum um postulasöfnuðinn á hinum björtu tímum, þegar dýrð hins nýupprisna Frelsara ljómaði yfir honum, að “enginn taldi neitt vera sitt, er hann átti”. “Og eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra”. “Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú, og mikil náð var yfir þeim öllum”. “Og daglega hjeldu þeir sjer með einum huga í helgidóminum og brutu brauð í heimahúsum og neyttu fæðu með fögnuði og einfaldleik hjartans, og lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum lýð. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, sem frelsast ljetu”. Post. 4, 32—34; 2, 46. 47.FRN 166.1

    Þótt maður hefji rannsókn á himni og jörðu, mun maður aldrei finna nokkurn kröftugri sannleika opinberaðan en þennan, sem kemur í ljós í góðverkum við þá, sem þarfnast hjálpar og samúðar. Þetta er sannleikurinn, eins og hann er í Jesú Kristi. Þegar þeir, sem játa nafn Krists, byrja aftur á því að lifa eftir hinni gullvægu reglu, þá mun hinn sami kraftur fylgja fagnaðarerindinu og á dögum postulanna.FRN 166.2

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents