Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    BÖRN ELSKA FÉLAGSSKAP MÓÐURINNAR, 12. júlí

    Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni. Orðskviðirnir 31,28DL 199.1

    Heimilið ætti að vera fyrir börnin sá staður í heiminum sem mest aðdráttarafl hefur og þar ætti nærvera móðurinnar að vera þyngst á metunum. Börn eru viðkvæm og ástrík að eðlisfari. Það er auðvelt að geðjast þeim og auðvelt að gera þau vansæl...DL 199.2

    Ung börn elska félagsskap og hafa sjaldan ánægju af því að vera ein. Þau þrá samúð og blíðu. Þeim finnst að það sem þau hafi ánægju af hljóti að gleðja móðurina líka...DL 199.3

    I stað þess að móðirin sendi börnin frá sér svo að hún verði ekki fyrir ónæði af hávaða þeirra eða trufluð af kvabbi þeirra ætti hún að leggja á ráðin um skemmtun fyrir þau eða létt starf svo að þau geti notað athafnasamar hendur sínar og huga. Ef móðirin setur sig í spor barnanna og stjórnar leik þeirra og störfum mun hún ávinna traust þeirra... Með því að vaka yfir þeim í kærleika og sýna þeim þolinmæði getur hún beint huga barnanna í rétta átt, ræktað hjá þeim fögur og aðlaðandi skapgerðareinkenni.DL 199.4

    Mæður ættu að forðast að ala börnin sín þannig upp að þau verði ósjálfstæð og eigingjörn. Leiðið þau aldrei til að hugsa að þau séu miðpunkturinn og að allt verði að snúast um þau. Sumir foreldrar sýna því að skemmta börnum sínum mikinn áhuga og tíma en börn ættu að vera alin upp til þess að hafa ofan af fyrir sér sjálf, að nota eigið hugvit og hæfni. Þannig munu þau læra að vera ánægð með einfalda leiki og einfaldar skemmtanir. Þeim ætti að vera kennt að þola með gleði smá vonbriði og reynslur... Leggið ykkur fram um að sýna börnunum leiðir til þess að læra að vera hugsunarsöm gagnvart öðrum. 30 MH. 388. 389DL 199.5

    Í orði Guðs finnum við fagra lýsingu á hamingjusömu heimili og konunni sem þar stjórnar: “Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni.” 31HR, Dec., 1877DL 199.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents