Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    GUÐ ELSKAR MEST FAGRA SKAPGERÐ, 23. September

    Hylli (fegurð) Drottins, Guðs vors, sé yfir oss. Sálm. 9, 17DL 272.1

    Guð elskar hið fagra en það sem hann elskar mest er fögur lyndiseinkunn... Það er fegurð lyndiseinkunnarinnar sem ekki mun eyðast heldur var um endalausar tíðir eilífðarinnar. 56BE, Feb. 1, 1892DL 272.2

    Listamaðurinn mikli hugaði um liljurnar og gerði þær svo fagrar að þær skyggðu á dýrð Salómós. Hversu miklu meiri umhyggju ber hann fyrir manninum sem er gerður í mynd og dýrð Guðs! Hann þráir að sjá börn sín opinbera lunderni sem líkist hans lunderni. Eins og sólargeislinn veitir blómunum margbreytilega litadýrð þannig veitir Guð sálinni fegurd sins eigin lundernis.DL 272.3

    Allir þeir sem velja riki Krists sem byggir á kærleika, réttlæti og friði og setja áhugamál þess ofar öllu öðru tengjast heiminum hið efra og þeir hljóta hver þá blessun sem þeir þarfnast í þessu lífi. í þeirri bók þar sem skráð er forsjón Guðs, bók lífsins eigum við öll síðu. Á þeirri síðu er greint frá hverju smáatriði í sögu okkar, jafnvel hárin á höfði okkar eru talin. Börn Guðs eru ávallt í huga hans. 57DA, 313DL 272.4

    Heimsleg dýrð hefur ekkert gildi í augum Guðs hversu mikil sem hún er. Hann metur hið óséða og eilífa ofar hinu séða og tímanlega. Hið síðara hefur því aðeins gildi að það tjái hið fyrrnefnda. Úrvals listaverk eiga enga fegurð sem getur líkst fegurð lundernisins sem er ávöxtur starfs Heilags anda í sálinni.DL 272.5

    Kristur kom til jarðarinnar og stóð frammi fyrir jarðarinnar börnum íklæddur samanlögðum kærleika eilífðarinnar og það er sá fjársjóður sem við getum tekið á móti og opinberað og veitt séum við tengd honum...DL 272.6

    Við eigum að vera aðgreind frá heiminum af því að Guð hefur sett sitt merki á okkur af því að hann sýnir í okkur sitt eigið lunderni kærleikans. 58MH, 36, 37DL 272.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents