Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    UPPHAF VISKUNNAR, 12. apríl

    Ótti Drottins er upphaf viskunnar og að þekkja hinn heilaga eru hyggindi. Orðskv. 9, 10DL 108.1

    Kristur var hinn mesti kennari sem heimurinn hefur nokkru sinni séð. Hann flutti manninum þekkingu beint frá himni. Lexíur þær sem hann hefur gefið okkur eru það sem við þörfnumst í núverandi ásigkomulagi okkar og hinu komandi. Hann setur fyrir okkur hin sönnu markmið lífsins og hvernig við getum náð þeim.DL 108.2

    Nemendur útskrifast aldrei úr skóla Krists. Meðal nemendanna eru bæði ungir og gamlir. Þeir sem gefa gaum að leiðbeiningu hins guðlega kennara þroskast sífellt að visku, fágun og göfugleika sálarinnar og eru þannig undir það búnir að flytjast upp í þann æðri skóla þar sem þroskinn mun halda áfram um alla eilífð.DL 108.3

    Óendanleg viska setur fyrir okkur hinar miklu lexíur lífsins — lexíur skyldu og hamingju. Þær eru oft erfitt að læra en án þeirra getum við ekki tekið neinum raunverulegum framförum. Þær kunna að kosta okkur áreynslu, tár og jafnvel kvöl en við megum ekki hika eða þreytast. Við munum að lokum heyra kall meistarans: “Vinur, flyt þig hærra.” ...DL 108.4

    Hvern hæfileika og hvern eiginleika sem skaparinn hefur veitt mannanna börnum á að nota honum til dýrðar. Hin hreinasta, helgasta og sælasta iðkun er fólgin í þessu. Meðan trúarlegar meginreglur eru hafðar æðstar er hvert framfaraskref, sem tekið er í öflun þekkingar eða í þjálfun vitsmunanna, skref í áttina til þess að hið mannlega tillíkist hinu guðlega, hið takmarkaða hinu ótakmarkaða. 28CPT, 50-52DL 108.5

    Ef æskan vildi aðeins læra af hinum himneska kennara ... mundi hún vita með sjálfri sér að ótti Drottins er sannlega upphaf viskunnar. Eftir að hafa lagt þannig öruggan grundvöll... hagnýtir hún sér vel hver forréttindi og tækifæri og getur náð hvaða hæð sem er í vitsmunalegu atgervi. 29YI, Nov. 24, 1903DL 108.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents