Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    VERIÐ TILBÚINN OG BÍÐIÐ, 5. desember

    Á þeim degi mun sagt verða: Þessi er vor Guð, vér vonuðum á hann að hann mundi frelsa oss. Þessi er Drottinn. Vér vonudum á hann, fögnum og gleðjumst yfir hjálprœði hans. Jes. 25, 9DL 345.1

    Er ég heyri um skelfileg slys sem eiga sér stað viku eftir viku spyr ég sjálfan mig: Hvað merkir þetta? Skelfilegustu slys gerast títt, hvert eftir annað. En hvað við heyrum oft um jarðskjálfta og hvirfilbylji, um eyðingu með eldi og flóðum, um mikið tjón á lífi og eignum! Í þessum slysum eru augljóslega að brjótast fram óskipuleg öfl en í þeim getum við lesið tilgang Guðs. Þau eru eitt af tækjunum sem hann notar til þess að vekja menn og konur til vitundar um hættu sína...DL 345.2

    Dómar Guðs eru að birtast í landinu. Þeir tala alvarlegum viðvörunarorðum og segja: “Verið viðbúin því að mannssonurinn kemur á þeirri stundu er þér eigi ætlið.”DL 345.3

    Við lifum á lokasviði heimssögunnar... Við megum engan tíma missa — ekki augnablik. Við skulum ekki vera sofandi á verðinum... Við skulum hvetja menn og konur alls staðar til þess að iðrast og flýja undan komandi reiði. Við skulum vekja þau til þess að búa sig tafarlaust því að við vitum lítið um það sem framundan er.DL 345.4

    Hann (Drottinn) kemur skjótt og við verðum að vera viðbúin og bíða komu hans. Ó, hvað það verður dýrðlegt að sjá hann og vera boðin velkomin meðal endurleystra... Ef við aðeins gætum séð konunginn í fegurð hans hlytum við blessun að eilífu. Mér finnst ég verða að hrópa hátt: “Á leið heim!” Við erum að nálgast þann tíma er Kristur kemur í mætti og mikilli dýrð til þess að taka hina endurleystu til eilífra heimkynna...DL 345.5

    Í hinu mikla lokaverki munum við lenda í erfiðleikum sem við vitum ekki hvernig á að fást við. En við skulum ekki gleyma að hin þrjú miklu máttarvöld himinsins eru að verki, að hendi Guðs er á stjórnvölnum og Guð lætur fyrirheit sín rætast. Hann mun samansafna úr heiminum fólki sem vill þjóna honum í réttlæti. 108T, 252-254DL 345.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents