Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    SPÁMENN GUÐS OPINBERA SANNLEIKANN, 5. febrúar

    Nei, herrann Drottinn gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum spámönnunum ráðsályktun sína. Amos 3, 7DL 42.1

    Áður en syndin kom í heiminn, naut Adam frjálsrar umgengni við skapara sinn. En síðan maðurinn fjarlægðist Guð með yfirtroðslum, hefur mannkynið verið svipt þessum forréttindum. Með endurlausnarverkinu var samt fundið ráð til þess að jarðarbúar geti verið í sambandi við Drottin himnanna. Guð hefur haft samneyti við mennina fyrir Heilagan anda og heilagt ljós hefur veist heiminum með opinberun til hinna útvöldu bjóna Drottins. “Menn frá Guði töluðu, knúðir af Heilögum anda.” 2. Pét. 1, 21.DL 42.2

    Hinn óendanlegi Guð hefur með Anda sínum úthellt ljósi sínu í hjörtu og hugi þjóna sinna. Hann hefur veitt drauma og sýnir, tákn og myndir og þeir sem sannleikurinn hefur þannig verið opinberaður hafa klætt hugsanirnar í búning mannlegrar tungu.” 11GC, v, viDL 42.3

    “Nei, herrann Drottinn gjörir ekkert án þess að hann hafi opinberað þjónum sínum spámönnunum ráðsályktun sína.” Amos 3, 7DL 42.4

    Í forsjón sinni hefur Guð séð það hæfa að kenna fólki sínu og aðvara á ýmsan hátt. Hann hefur gert þeim vilja sinn kunnan með beinum skipunum, með hinum helgu ritum og með anda spádómsins. 124T, 12, 13DL 42.5

    Fyrr á öldum talaði Guð til manna fyrir munn spámanna og postula. Á þessum dögum talar hann til þeirra fyrir áhrif Vitnisburða Anda síns. Ekki hefur Guð á neinu öðru skeiði frætt börn sín af meiri ákafa en nú varðandi vilja sinn og þá stefnu sem hann vill að þau fylgi. 134T, 147, 148DL 42.6

    Söfnuði Guðs á jörðunni í dag — gæslumanni víngarðs hans — eru einkar þýðingarmiklar þær áminningar og leiðbeiningar, sem spámennirnir hafa flutt og hafa skýrt hinn eilífa tilgang Guðs varðandi mannkynið. Kærleikur hans til glataðs mannkyns og áform hans um endurlausn þess koma greinilega í ljós í kenningum spámannanna. 14PK, 22DL 42.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents