Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    HINN UNDURSAMLEGI LÍKAMI MINN, 3. maí

    Ég lofa þig því ég er œgilega og undursamlega gerður. Undursamleg eru verk þín, og sál mín þekkir það vel (ensk þýð.). Sálm. 139, 14DL 129.1

    Starfsemi mannslíkamans er ekki hægt að skilja til hlítar. I henni er að finna leyndardóma sem vekja furðu greindustu manna. Það er ekki eins og á sér stað með vél sem heldur áfram starfi sinu eftir að búið er að setja hana einu sinni af stað að púlsinn slær og hver andardráttur kemur á eftir öðrum... Kraftur Guðs sem alls staðar er nálægur heldur hjartanu, æðarslættinum, hverri taug og vöðva í hinum lifandi líkama í lagi og í gangi. 8MH, 417DL 129.2

    Skapari mannsins hefur ráðið tilhögun hinnar lifandi vélar sem er líkami okkar. Hver starfsemi er undursamlega og viturlega hönnuð. Og Guð hefur skuldbundið sig til að sjá um að þeim mannlegu vél gangi eðlilega ef maðurinn vill hlýða lögum hans og samstarfa með Guði. Hver þau lög sem mannslíkaminn lýtur á að skoða rétt eins sannarlega af guðlegum uppruna, eðli og þýðingu og orð Guðs. Hver gálaus, kærulaus athöfn, hver misbeiting á hinni undursamlegu smíð Drottins með því að vanrækja hans ákveðnu lögmál í mannslíkamanum er brot á lögmáli Guðs. Við getum séð og dáðst að verki Guðs í ríki náttúrunnar en mannslíkaminn er undursamlegastur. 9MM, 221DL 129.3

    Það á að leitast við að eignast skilning á þessari lifandi vél. Það á að rannsaka gaumgæfilega hvern þátt í hinni undursamlegu starfsemi hans. 10MS 49, 1897DL 129.4

    Þegar þeir við nám sitt í lífeðlisfræði sjá að þeir eru sannlega “ægilega og undursamlega gerðir” munu þeir fyllast lotningu. Í stað þess að spilla handaverkum Guðs munu þeir eignast ákafa löngun til að gera allt sem mögulegt er til að uppfylla hið dýrlega áform skaparans. Þannig munu þeir ekki álíta hlýðni við lögmál heilsunnar vera fórn eða sjálfsafneitun heldur ómetanleg forréttindi og blessun eins og hún er í raun og veru. 11Ed, 201DL 129.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents