Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    LOTNING FYRIR GUÐI, 4.október

    Guð er œgilegur í hóp heilagra, mikill er hann og óttalegur öllum þeim sem eru umhverfis hann. Sálm. 89, 8DL 283.1

    Lotning er önnur dýrmæt náðargjöf sem ætti að vera metin. Sönn lotning fyrir Guði kemur af tilfinningunni um óendanlegan mikilleik hans og fyrir skynjun á nálægð hans. Hjarta hvers barns ætti að verða fyrir djúpum áhrifum af þessari tilfinningu um hinn ósýnilega. Bænastund og stað og almennar tilbeiðslustundir ætti að kenna barninu að skoða sem helgar af því að Guð er þar. Og þegar lotningin er látin koma fram í afstöðu og hegðun mun sú tilfinning styrkjast sem vekur hana. Það færi vel ef ungir sem eldri rannsökuðu, íhuguðu og hefðu oft yfir þau orð Heilagrar ritningar sem sýna hvernig skoða ætti þann stað þar sem Guð mætir börnum sínum.DL 283.2

    “Tak skó þína af fótum þér,” bauð hann Móse við runnan sem logaði “því að staðurinn sem þú stendur á er heilög jörð.”DL 283.3

    Eftir að Jakob sá engla í sýn hrópaði hann: “Drottinn er á þessum stað og ég vissi það ekki.” 10Ed, 242, 243DL 283.4

    Auðmýkt og lotning ætti að einkenna alla þá sem koma í návist Guðs. Í nafni Jesú getum við örugg komið fram fyrir hann en við megum ekki nálgast hann af ofdirfsku eins og hann væri á sama stigi og við. Til eru þeir sem ávarpa hinn mikla og heilaga og almáttuga Guð sem dvelur í ljósi sem enginn getur að komist eins og þeir væru að ávarpa jafningja eða jafnvel minni máttar. Til eru þeir sem hegða sér í húsi Guðs á þann veg sem þeir mundu ekki leyfa sér að gera í návist jarðnesks konungs. Slíkir menn ættu að minnast þess að þeir eru í návist hans sem Serafar tigna, eru frammi fyrir þeim sem englar byrgja ásjónu sína fyrir. Það á að sýna Guði mikla lotningu. Allir sem í sannleika skynja nálægð hans munu beygja sig í auðmýkt frammi fyrir honum. 11PP, 252DL 283.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents