Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    GUÐRÆKNISSTUND KVÖLDS OG MORGNA, 25. Janúar

    Komið, föllum fram og krjúpum niður, beygjum kné vor fyrir Drottni skapara vorum. Sálm. 95, 6DL 31.1

    Drottinn hefur sérstakan áhuga fyrir fjölskyldum barna sinna hér niðri. Englar fórna ilmandi reykelsis fórn vegna hinna heilögu sem biðja. Látið bæn stíga upp í hverri fjölskyldu bæði kvölds og morgna, sýnum Guði fyrir okkar hönd verðleika frelsarans. Á hverjum morgni og hverju kvöldi tekur alheimurinn eftir hverri fjölskyldu, sem biður. 67MS 19, 1900DL 31.2

    Komið í auðmýkt með hjartað fullt af blíðu og með tilfinningu fyrir þeim freistingum og hættum sem framundan eru fyrir ykkur og börn ykkar. Bindið þau í trú á altarið, biðjið innilega um umönnun Drottins. Þjónustubundnir englar munu leiða börn sem þannig eru helguð Guði. 68IT, 397, 398 Guðræknisstundir fjölskyldunnar eiga ekki að ráðast eftir kringumstæðum. Þið eigið ekki að biðja öðru hvoru, en vanrækja bæn, þegar dagsverkið er mikið. Með því að gera slíkt, komið þið börnum ykkar til að líta svo á að bænin sé ekki neitt sérstaklega þýðingarmikil. Bænin hefur mikið að segja fyrir börn Guðs og þakkarfórnir ættu að stíga upp til Guðs kvölds og morgna. Sálmaskáldið segir: “Komið fögnum fyrir Drottni, látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors.” 69MS 12, 1898DL 31.3

    Það ætti að vera okkur ánægja að tilbiðja Drottin... Hann þráir, að þeir, sem koma að tilbiðja hann fari með í burtu með sér dýrmætar hugsanir um umhyggju hans og elsku, að þeir fagni í öllu því, sem þeir taka sér fyrir hendur í daglegu lífi, að þeir öðlist náð til að breyta með heiðarleik og trúmennsku í öllum hlutum. 70SC, 108, 109DL 31.4

    Á heimilinu er mögulegt að hafa lítinn söfnuð, sem heiðrar og vegsamar endurlausnarann. 71MS 102, 1901DL 31.5

    Þegar góð trúariðkun ríkir á heimilinu munum við hafa frábæra trúariðkun á samkomunum. 72Manuscript 13, 1888DL 31.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents