Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  FRIÐSÆLT SAMFÉLAG, 21. desember

  Mér féllu að erfðahlut indœlir staðir og arfleifð mín líkar mér vel. Sálm. 16, 6DL 361.1

  Kærleikur sá og samúð sem Guð sjálfur hefur gróðursett í sálinni mun birtast þar í sönnustu og blíðustu mynd. Hið hreina samfélag við heilagar verur, félagslíf í sátt og samlyndi við blessaða engla og trúaða allra alda sem hafa hvítþvegið skikkjur sínar í blóði lambsins og hin helgu bönd sem binda saman “alla fjölskyldu Guðs á himni og jörðu” — þetta stuðlar að því að skapa hamingju endurleystra. 48GC. 677DL 361.2

  Í hópi endurleystra eru postular Krists, hetjan Páll, hin ákafi Pétur, hinn elskaði og ástríki Jóhannes og hinir einlægu. bræður þeirra og ásamt þeim ótölulegur fjöldi píslarvotta. 49GC, 667DL 361.3

  Á himni er mikil gleði. Þar ómar lofgjörð um hann sem færði svo undursamlega fórn mannkyninu til lausnar. Ætti ekki söfnuðurinn á jörðu að vera fullur lofgjörðar? Ættu ekki kristnir menn að kunngjöra um allan heiminn þann fögnuð sem felst í því að þjóna Kristi? Þeir sem á himni taka undir með englakórnum í lofgjörð hans verða að læra hér á jörðinni að syngja söng himinsins en lykilnóta hans er þakkargjörð. 507T. 244DL 361.4

  Allt á himni er göfugt og hátt upp hafið. Allir leita að hamingju annarra. Enginn eyðir tímanum í að næra og annast um sjálfið. Það er höfuðgleði allra heilagra vera að sjá gleði og hamingju þeirra sem umhverfis þá eru. 512T. 239DL 361.5

  Hafir þú reynslur hér og þér finnist þú vera einmana skaltu líta í burtu frá þessum dimma heimi á dýrðarfegurð himinsins. Hugsaðu um gleði himnanna og þá muntu ekki finna svo mjög fyrir þeim reynslum og vonbrigðum sem verða á vegi okkar í þessu lífi því þá mun þér finnast þú eiga dýrðarheimili og kórónu, hörpu og yndislegan frelsara þar. Kepptu eftir að eignast þessa arfleifð sem Guð hefur heitið þeim sem elska hann og varðveita boðorð hans. 52YI. Oct, 1852DL 361.6

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents