Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    FYRIRHEITIÐ UM KRAFT, 22. febrúar

    Því ad Johannes skírði með vatni, en þér skuluð skírðir verða með Heilögum anda. Post. 1, 5DL 59.1

    Það er ekki vegna neinnar takmörkunar af Guðs hálfu að auðæfi náðar hans streyma ekki út til mannanna. Gjöf hans er guðleg. Hann gaf af því örlæti, sem menn kunna ekki að meta Vegna þess að þá langar ekki til að taka á móti. Væru allir fúsir til að taka á móti myndu allir fyllast Andanum... Við gerum okkur að góðu gárur á yfirborðinu þegar það eru forréttindi okkar að vonast eftir djúpum hræringum Anda Guðs. 69R&H, June 10, 1902DL 59.2

    Þegar við tökum á móti þessari gjöf munum við eignast allar aðrar gjafir því við eigum að fá þessa gjöf samkvæmt gnótt náðarauðs Krists og hann er tilbúinn að veita hverri sál eftir því sem hún getur tekið á móti. Við skulum ekki gera okkur ánægð með lítið eitt af þessari blessun, aðeins nóg til að halda okkur frá svefni dauðans. Við skulum heldur sækjast af kostgæfni eftir gnóttum náðar Guðs. 70R&H, March 29, 1892DL 59.3

    Fyrirheit eftir fyrirheit hefur verið veitt til að fullvissa okkur um fyllingu þess máttar sem Guð hefur og samt erum við svo veik í trúnni að við grípum ekki þennan mátt. Ó, hvað við þörfnumst mikið einlægrar, lifandi trúar á sannleiksatriði Guðs orðs. Þessi mikla þörf Guðs fólks er sífellt fyrir augum mér... Hvað getum við gert til að vekja það til skilnings um að við erum uppi á kveldi sögu þessarar jarðar?... Við þurfum að leita eftir trú sem grípur armlegg Jehóva.71R&H, April 1, 1909DL 59.4

    Andi Guðs veitist þeim einum, sem bíða hans í auðmýkt, sem vaka eftir leiðsögn hans og náð. Kraftur Guðs bíður þess að þeir biðji um sig og taki á móti sér. Sé beðið um þessa fyrirheitnu blessun í trú, koma allar aðrar blessanir í kjölfar hennar. Hún er veitt samkvæmt auðlegð náðar Krists og hann er tilbúinn að veita hverri sál eftir því sem hún getur tekið á móti. 72DA, 672DL 59.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents