Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    HÓGVÆRÐ, 21. febrúar

    Hann lœtur hina voluðu (hógvœru) ganga eftir réttlœtinu og kennir hinum voluðu (hógvœru) veg sinn. Sálm. 25, 9DL 58.1

    Jesús elskar hina ungu... Hann býður þeim að læra af sér hógværð og lítillæti hjartans. Þessi náðargjöf sést naumast hjá æskufólki nútímans, jafnvel ekki meðal þeirra sem segjast vera kristnir. Þeirra eigin vegir virðast réttir í þeirra augum. Þeir taka hvorki á móti lunderni Krists né sætta sig við að taka á sig ok hans þegar þeir meðtaka nafn hans. Þess vegna vita þeir ekkert um þá gleði og frið sem er að finna í þjónustu hans. 64YI, Nov. 21, 1883DL 58.2

    Hógværð er dýrmæt náðargjöf, fús að þjást þegjandi, fús að þola reynslur. Hógværðin er þolgóð og vinnur að því að vera hamingjusöm undir öllum kringumstæðum. Hógværðin er ávallt þakklát og semur sína eigin hamingjusöngva og laðar við það fram söng í hjarta Guðs. Hógværðin mun þola vonbrigði og ranglæti án þess að gjalda í sömu mynt. 653T, 335DL 58.3

    Hógvær og kyrrlátur andi mun ekki sífellt vera að leita eftir hamingju sjálfum sér til handa, en mun leitast eftir að gleyma sjálfum sér og finna ánægjukennd og sanna fullnægju í að gera aðra hamingjusama. 663T, 536DL 58.4

    Það er ekki sókn þín eftir að klífa til upphefðar sem mun gera þig mikinn fyrir augliti Guðs, heldur er það hið auðmjúka líf góðvildarinnar og trúmennskunnar sem fær hina himnesku engla til að veita þér sérstaka vernd. Hinn fullkomni maður... lifði nær þrjátíu ár í óþekktri borg í Galíleu, falinni á meðal hæðanna. Hann taldi sig ekki vera mikinn eða tiginn, þó að englaherinn lyti boði hans... Hann var smiður, vann fyrir launum sínum, þjónn þeirra, sem hann vann fyrir og sýndi að himinninn getur verið furðu nærri okkur í daglegu lífi og að englar frá himinsölum munu gæta vegar þeirra, sem framganga eftir boði Guðs. 67NL, No. 24, pp. 1, 2DL 58.5

    Hinn fullkomni ávöxtur trúar, hógværðar og kærleika þroskast oft best í stormi, skýjum og myrkri. 68COL, 61DL 58.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents