Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    EFNISYFIRLIT

    JANÚAR—HELGAÐ LÍF

    Á VEGIRÉTTLÆTISINS ER LÍF, 1. Janúar

    “Á vegi réttlœtisins er líf. ” Orðskv. 12, 28DL 7.1

    Annað ár opnar nú sínar björtu, óskrifuðu síður fyrir þér. Skrásetningarengillinn stendur viðbúinn að rita. Sú stefna, sem athafnir þínar taka, mun ákveða, hvað hann skrásetur. Þú getur gert líf þitt, sem fram undan er, gott eða illt, og þetta mun ákveða fyrir þig, hvort árið, sem þú hefur nýbyrjað, muni verða þér gleðilegt nýtt ár. Það er á þínu valdi að láta það verða þannig, bæði til handa þér og þeim, sem eru í kringum þig! 1YI, Jan. 5, 1881DL 7.2

    Lát þolinmæði, langlyndi, gæsku og kærleika verða hluta af þér. Þá mun allt það, sem er hreint, sómasamlegt og gott afspurnar þroskast í reynslu þinni. 2Signs, Jan. 4, 1883DL 7.3

    Englar Guðs bíða eftir að sýna þér veg lífsins... Ákveð nú við upphaf nýja ársins, að kjósa veg réttlætisins, að verða einlægur og hreinhjartaður, að lífíð reynist ekki mistök hjá þér. Gakk fram undir stjórn himneskra engla, ver hugrakkur, ver framtakssamur, lát ljós þitt skína og lát þessi orð eiga við þig: “Ég skrifa yður, ungu menn, vegna þess að þér eruð styrkir og hafið sigrað hinn illa.” 3YI, Jan. 5, 1881DL 7.4

    Ef þú hefur gefið sjálfan þig Kristi, ert þú meðlimur fjölskyldu Guðs, og allt í húsi föðurins er þitt. Allir fjársjóðir Guðs eru þér opnir. Þjónusta engla hans, gjöf Anda hans, starf þjóna hans, er allt handa þér. Heimurinn, með öllu, sem í honum er, er þitt að svo miklu leyti sem það getur gert þér gott. Jafnvel fjandskapur hins illa mun reynast blessun í því að aga þig fyrir himininn. Ef “þér eruð Krists,” eru allir hlutir ykkar. 4MB, 162DL 7.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents