Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  APRÍL—LÍF FRAMFARANNA

  STIGI FRAMFARA Í KRISTILEGU LÍFI, 1. apríl

  Þá leggið einmitt þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggðina en í dyggðinni þekkinguna en í þekkingunni bindindið en í bindindinu þolgœðið en íþolgœðinu guðrœknina en í guðrœkninni bróðurelskuna en í bróðurelskunni kœrleikann. Því að ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi íþví munið þér ekki verða hirðulausir um þekkinguna á Drottni vorum Jesú Kristi né ávaxtalausir í henni. 2. Pét. 1,5-8DL 97.1

  Þessi orð eru full leiðbeininga og slá á grunntón sigursins. Postulinn sýnir hinum trúuðu stiga framfara í kristilegu lífi en hvert þrep hans sýnir þroska í þekkingunni á Guði og er við klífum hann á ekki nein stöðnun að eiga sér stað. Trú, dyggð, þekking, bindindi, þolgæði, guðrækni, bróðurelska og kærleikur eru þrep stigans. Við frelsumst með því að klífa þrep eftir þrep, stíga skref fyrir skref til hæðar þeirrar hugsjónar sem Kristur ætlar okkur. Þannig er hann gerður okkur viska og réttlæti, helgun og endurlausn. 1AA, 530DL 97.2

  Það á ekki að hafa í huga eða reikna með í byrjun öllum þessum skrefum sem koma hvert á eftir öðru. Með því að beina sjónum ykkar að Jesú og ef þið berið dýrð Guðs fyrir brjósti munið þið taka framförum...DL 97.3

  Með því að taka eitt skref eftir annað er hægt að klífa hina hæstu brekku og ná að lokum fjallstindinum. Látið ekki hugfallast vegna hins mikla starfs sem þið þurfið að framkvæma á ævinni því það er ekki farið fram á að þið gerið það allt í einu. Leggið alla hæfíleika ykkar í verk hvers dags, hagnýtið ykkur betur og betur hvert dýrmætt tækifæri, metið þá hjálp sem Guð veitir ykkur og látið þokast áfram upp eftir stiga framfaranna þrep fyrir þrep. Minnist þess að þið eigið ekki að lifa nema einn dag í einu, að Guð hefur gefið ykkur einn dag og skýrslur himinsins munu sýna hvernig þið hafið metið forréttindi hans og tækifæri. Mættuð þið svo nota betur og betur hvern dag sem Guð gefur ykkurDL 97.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents