Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    UPPLYFTING ENDURN ÆRIR OG STYRKIR, 26. júlí

    Kunnan gjörir þú mér veg lífsins. Gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hœgri hendi þinni að eilífu. Sálm. 16, 11DL 213.1

    Það eru forréttindi og skylda hins kristna manns að leitast við að endurnæra huga sinn og styrkja líkama sinn með saklausri upplyftingu í þeim tilgangi að nota líkamlega og andlega hæfileika Guði til dýrðar. Upplyfting okkar ætti ekki að fara fram af óviturlegri kátínu sem jaðrar við óskynsemi. Við ættum að haga henni þannig að verði til gagns og göfgunar fyrir þá sem við höfum samskipti við og geri okkur og þá betur færa um að sinna þeim skyldum sem á okkur hvíla sem kristnum mönnum... Trúin á Krist er gleðivaki og hefur göfgandi áhrif. Hún er hátt yfir allt hafin sem heitir heimskulegt grin og glens og heimskulegt og hégómlegt mas. Í hvert sinn sem við lyftum okkur upp getum við fengið hjá guðlegri uppsprettu styrksins nýtt hugrekki og mátt svo við getum betur hafið líf okkar til hreinleika, gæsku og heilagleika. 72R&H, July 25. 1871DL 213.2

    Það eru persónur til með sýkt hugarflug og trúarbrögðin eru slíkum harðstjóri sem ræður yfír þeim með járnsprota. Slíkir eru sífellt að sýta niðurlægingu sína og stynja yfir ímynduðum syndum. Kærleikurinn er ekki til í hjörtum þeirra og ygglibrún er stöðugt á andliti þeirra. Þeim rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við það að heyra sakleysislegan hlátur frá unga fólkinu eða hverjum sem er. Þeir telja alia upplyftingu eða skemmtun synd og álíta að hugurinn verði stöðugt að dvelja við alvarleg efni. Þetta eru einar öfgarnar. Aðrir telja að hugurinn verði að leggja sig í líma við að finna nýjar skemmtanir og afþreyingar til þess að öðlast heilsu. Þeir læra að gera sig háða æsingu og líður illa án hennar. Slíkir eru ekki sannkristnir. Þeir fara í hinar öfgarnar. Sannar meginreglur kristindómsins opna öllum uppsprettu hamingju en hæð og dýpt, lengd og breidd hennar eru ómælanlegar. 73IT, 565DL 213.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents