Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    AÐ BÍÐA EFTIR KRAFTI, 24. febrúar

    En þér skuluð vera kyrrir í borginni uns þér íklœðist krafti frá hæðum. Lúk. 24, 49DL 61.1

    Sérhver sál, sem er í sannleika endurfædd, mun hafa ákafa löngun til að koma öðrum úr myrkri villunnar inn í hið undursamlega ljós réttlætis Krists. Hin mikla úthelling Anda Guðs, sem upplýsir alla jörðina með dýrð hans, mun ekki eiga sér stað fyrr við höfum upplýstan lýð, sem veit af reynslu hvað það er að vera samverkamenn Guðs. Þegar við höfum af öllu hjarta og að fullu helgað okkur þjónustu Guðs mun Guð viðurkenna þá staðreynd og úthella Anda sínum takmarkalaust. En þetta mun ekki eiga sér stað meðan stærri hluti safnaðarins er ekki samverkamenn Guðs. Guð getur ekki úthellt Anda sínum meðan eigingirni og hóglífi ríkja eða sá andi sem svar Kains túlkar: “Á ég að gæta bróður míns”? ...DL 61.2

    Þegar hjörtu hinna trúuðu eru vermd af kærleika til Guðs munu þeir sífellt vinna fyrir Jesúm. Þeir munu sýna hógværð Krists og staðfastan ásetning sem mun ekki bregðast eða hvika. Guð mun nota auðmjúka menn til að vinna verk sitt því að stór víngarður kallar eftir verkamönnum. 76R&H, July 21, 1896DL 61.3

    Fyrirheitið um Heilagan anda er ekki bundið við neinn tíma eða kynstofn. Kristur lýsti því yfir að hin guðlegu áhrif Anda síns ættu að vera með fylgjendum sínum allt til endans. Síðan á hvítasunnudaginn fram á þennan dag hefur huggarinn verið sendur til allra sem hafa gefið sig Drottni að fullu og þjónustunni fyrir hann... Þeim mun nánar sem hinir trúuðu hafa gengið með Guði þeim mun augljósar og kröftugar hafa þeir vitnað um kærleika endurlausnarans og hina frelsandi náð hans. Þeir menn og konur, sem á löngum öldum ofsókna og reynsla hafa í ríkum mæli notið návistar Andans í lífi sínum, hafa staðið sem tákn og undur í heiminum. 77AA, 49DL 61.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents